E. Guigal Cote Rotie 2008

Feðgarnir Marcel og Philippe Guigal eru þeir sem allir horfa til þegar vínin frá Cote Rotie nyrst í Rhone eru annars vegar. Þetta er eitt allra virtasta vínhús Frakklands og vínin eru hreinlega mögnuð. Cote Rotie Brune et Blonde er einfaldasta Cote Rotie-vínið þeirra, en þvílíkt vín. Það er líka (ólíkt „la la“-vínunum þeirra sem lesa má um hér) vín sem hægt er að njóta núna en ekki bara eftir ansi mörg ár. En þetta er líka vín sem mun þroskast skemmtilega næstu 15-20 árin.

Dökkt og djúpt á lit, djúp berjaangan,  kirsuber, sólber,  þroskuð með kröftugum, nýmuldum pipar, lavender og einiberjum,  þykkt, kröftug tannín, margslungið, eikað með kaffikeim sem situr eftir í lokin. Æðislegt vín. Með öllu góðu kjöti, villibráð, nauti, lambi.

6.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.