Við höfum smakkað all nokkur vín frá Arnaldo Caprai í gegnum tíðina en hann er einn þekktasti vínframleiðandi Úmbríu á Ítalíu, héraðsins suður af Toskana. Vínið Anima Umbra er aldrei þessu vant ekki framleitt úr ‘þrúgum Úmbríu á borð við Sagrantino heldur Toskana-þrúgunum Sangiovese og Canaiolo.
Þetta er ungt vín, bjart og ekki gert til að geyma heldur til að neyta á meðan það er ungt. Rauður ávöxtur, berjamikið, kirsuber, trönuber, vottur af smá kryddi, ferskum kryddjurtum og fennel. Í munni nokkuð létt, þægilegt með ágætri sýru sem gerir þetta að matvænu ítölsku víni.
2.173 krónur. Góð kaup.