Kjúklingur í hunangs- og sinnepssósu

Sumir réttir eru svo einfaldir að þeir nánast elda sig sjálfir. Og auðvitað er það allra besta þegar hægt er að elda virkilega ljúffenga rétti með lítilli sem engri fyrirhöfn. Tökum þennan kjúklingarétt sem dæmi, það þarf bara kjúkling, hunang og sinnep og setja inn í ofn. Á meðan kjúklingurinn eldast mynda hunangið og sinnepið ljúffenga sósu. Og með þessu leggjum við nokkra rósmarínstöngla til að gefa aukið bragð.

  • 6-8 kjúklingalæri á beini
  • 1,5 dl fljótandi hunang
  • 1,5 dl Dijon sinnep
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 2-3 rósmarínstönglar
  • salt og pipar

Setjið kjúklingalærin í eldfast fat. Saltið og piprið. Blandið saman hunangi, sinnepi og olíu. Hellið yfir kjúklingalærin. Setjið rósmarínstönglana á milli læranna. Eldið við 200 gráður í um 40-45 mínútur.

kjúklingur

 

Berið fram með hrísgrjónum. Tilvalið rauðvín með væri t.d. Defesa Tinto.

Fullt af kjúklingauppskriftum til viðbótar finnið þið svo með því að smella hér. 

Deila.