Barone Pizzini Animante Brut

Prosecco kann að vera vinsælasta þurra freyðivín Ítalíu en þau frá Franciacorta eru óumdeilanlega þau sem geta státað sig af því að vera þau bestu. Það hefur því miður verið lítið um Franciacorta-vín hér á landi í ansi mörg ár og því ánægjuefni að sjá hér vín frá þessu flotta húsi, Barone Pizzini, sem þar að auki sérhæfir sig í lífrænni ræktun.

Animanente er freyðivín sem getur fyllilega att kappi við góð kampavín, að meginstofni til Chardonnay en í blöndunni er einnig Pinot Nero (Noir) og örlítið Pinot Bianco (Blanc).

Í nefinu ger, kex, hey, þurrkaðir sítrusávextir, þurrt, djúpt og nokkuð langt, mjög fágað, rjómamjúkt í lokin. Unaðslegt freyðivín.

4.680 krónur. Frábær kaup.

Deila.