Einstakur kvöldverður á pop-up Enoteca Bergsson

Í tilefni af útgáfu bókarinnar, Vín, umhverfis jörðina á 110 flöskum, ætlar höfundurinn, Steingrímur Sigurgeirsson að blása til veislu í samstarfi við fyrrverandi forseta vínþjónasamtaka Íslands Ólaf Örn Ólafsson á Bergsson RE í húsi Sjávarklasans. Verður veislan haldin laugardaginn 14. nóvember.

Þema kvöldsins er ítölsk trattoria og ætla þeir félagar að elda klassískan ítalskan sveitamat. Fjóra rétti með sérvöldum ítölskum gæðavínum.

Sætaframboð verður takmarkað til að ná betur að fanga þá persónulegu stemningu sem myndast á litlu fjölskyldustöðunum á Ítalíu

Þessi viðburður er einstakur, verður ekki endurtekinn og vegna þess hversu fá sæti verða seld er rétt að hafa hraðar hendur og bóka strax með tölvupósti á oli@bergsson.is

Deila.