Cantine Leonardo da Vinci er vínsamlag sem nokkrir tugir vínbænda í kringum bæinn Vinci í hjarta Chianti í Toskana stofnuðu á sjöunda áratug síðustu aldar.
Einfaldur en mjög vel gerður, nokkuð kröftugur Chianti, hefur góða vikt og ágæta dýpt. Dökkur skógarávöxtur og kirsuber, fín fylling í munni, mild tannín. Hið prýðilegasta ítalska matarvín.
1.999 krónur.