Kræklingur er algeng sæskel í íslenskum fjörum og sú sem að auðveldast er að sækja upp á eigin spýtur. Þetta er vinsæll matur víða um heim og í matarboði hjá þeim hjónunum Elvi og Mark í Púglía á Suður-Ítalíu síðastliðið sumar en þau reka þar vínhúsið A Mano. Þau eru mikið matarfólk og meðal annars var elduð gratíneruð skel að hætti þeirra í Púglíu þetta kvöld.
- 1 kg kræklingur
- 100 g brauðmylsna
- 1 búnt flatlaufa steinselja, söxuð
- 50 g Grana-ostur, rifinn
- 1 hvítlauksrif
- óreganó
- pipar
- ólífuolía
Hreinsið skeljarnar og setjið í eldfast form. Blandið saman brauðmylsnunni, rifna ostinum, saxaðri steinselju og pressuðum hvítlauk og smávegis af ólífuolíu þannig að úr verði fínleg blanda. Kryddið með óreganó og pipar. Setjið ofan á skeljarnar.
Bakið við 200 gráður í um 5 mínútur og berið strax fram.
Með þessu að sjálfsögðu hvítvín frá Suður-Ítalíu.