Gran Lomo Malbec 2015

IMG_1144Gran Lomo er argentínskt Malbec-rauðvín úr smiðju Bodegas Trivento. Þetta er ungt, létt og einfalt Malbec-vín. Dökkt með sætri plómu og dökkum berjum í nefi, smá blek og jörð, í munni þykkur og ferskur ávöxtur. Ungt og þægilegt. Grillvín á góðu verði.

70%

1.599 krónur. Mjög góð kaup. Hálf auka stjarna fyrir gott hlutfall verðs og gæða.

  • 7
Deila.