Cecchi Governo A’ll Uso Chianti 2015

Það má segja að á síðustu árum hafi svokölluð „rippasso“ og „appassimento“-vín frá Veneto tröllriðið markaðnum en þar er um að ræða vín þar sem afganginum úr Amarone-víngerðinni er bætt saman við vínlöginn við gerjun. Governo-aðferðin í Chianti er grein af sama meiði en þar er safa úr þrúgum er hafa verið þurrkaðar bætt við til að gefa víninu meira kraft.

Vínið er dökkrautt og angan þess nokkuð sæt, þarna eru mjög þroskuð kirsuber og ribena-sólberjasafa að finna í nefi, í munni nokkuð þykkt og mjúkt, ávöxturinn sætur og heitur.

70%

2.150 krónur. Góð kaup. Með pastaréttum þar sem tómatar eru í sósunni, s.s. bolognese.

  • 7
Deila.