Corte Giara Valpolicella Ripasso 2014

Ripasso er það víngerðarferli kallað þegar að þrúgumassanum, sem verður eftir við framleiðslu á Amarone-vínum, er blandað saman við Valpolicella-vín og gerjunin látin fara í gang á nýjan leik. Slík vín hafa notið gífurlegra vinsælda á Norðurlöndum undanfarin ár en vissulega verið misjöfn að gæðum, oft virðist Ripasso-aðferðin fyrst og fremst notuð til að hylja miðlungs vín með of mikilli sætu.

Þetta Ripasso frá Corte Giara-línu Allegrini-fjölskyldunnar er hins vegar óvenju þurrt og flott af Ripasso-vínum að vera, ávöxturinn mjög dökkur, þurrkaður, þurrkuð kirsuber, rúsínur, þéttofið og töluvert kryddað í munni, lakkrís, fisherman’s friend, þurrt og langt.

80%

2.890 krónur. Frábær kaup. Vín sem ræður alveg við milda villibráð á borð við t.d. gæs eða hreindýr.

  • 8
Deila.