Tenuta di Sticciano Chianti Maggiano 2015

Tenuta di Sticciano er vinsælt agriturismo eða býli með bændagistingu suður af Flórens í Toskana. Líkt og á flestum stórbýlum á þessu svæði felst ræktunin ekki síst í vínvið og ólíftrjám og Maggiano er eitt af Chianti-vínunum sem Sticciano framleiðir.

Þetta er lífrænt ræktað rauðvín, í klassíska Chianti-stílnum, berin dökk, skógarber og kirsuber, töluverður reykur og sveit, fjós, ágætlega kröftug tannín.

80%

3.736 krónur. Góð kaup, fínasta matarvín.

  • 8
Deila.