Pasas Uva Blanca 2016

Hammeken Vineyards er spænskur vínframleiðandi með danskar tengingar sem vinnur að því að framleiða nútímaleg spænsk vín með nýjaheimslegum áherslum. Víngerðarmaðurinn er ungur Dani, David Tofterup, sem hefur starfað með vínhúsum víða um heim.

Hvítvínið Uva Blanca er í línu sem nefnist Pasas en þar eru notaðar þrúgur frá svæðinu Jumilla, tíndar í nóvember þegar þær eru farnar að þurrkast runnunum, það sem Frakkar myndu kalla vendange tardive. Meginþrúgan í víninu er Viura en þarna er líka smá Viognier og Chardonnay. Nokkuð sætur ávöxtur, þroskuð gul epli, sætar perur og ananas, Í munni þykkt, sýrulítið.

70%

1.899 krónur. Góð kaup. Vel kælt sem fordrykkur eða með asískum mat.

  • 7
Deila.