Villa Antinori 2014

Villa Antinori var lengi vel eitt þekktasta Chianti Classico vínið en Antinori-fjölskyldan framleiðir það nú sem IGT þar sem að í blönduna eru notaðar „franskar“ þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah.Villa Antinori var lengi vel eitt þekktasta Chianti Classico vínið en Antinori-fjölskyldan framleiðir það nú sem IGT þar sem að í blönduna eru notaðar „franskar“ þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah þótt Chianti-þrúgan Sangiovese sé vissulega ríkjandi.

Vínið er rúbínurautt og í nefi má greina dökk ber, skógarber, sultuð í bland við haustlauf og jörð, blóm og við, vanillu og leður. Það er þétt og fínt með góðri sýru. Fínasta matarvín.

80%

2.899 krónur. Frábær kaup. Með ítölskum mat, góðum pastaréttum á borð við Bolognese.

  • 8
Deila.