Trivento Chardonnay Reserve 2016

Trivento er eitt af helstu vínhúsum Argentínu og nær líkt og flest önnur hús í eigu Concha y Toro að sameina með einstökum hætti afburða verð og gæði. Chardonnay-vínið í Reserve-línunni er ljósgult með seiðandi angan af suðrænum og sólþroskuðum ávöxtum, melónum og sætum greip- og limeávexti. Það eru mildir eikartónar í víninu, vanilla og örlítill reykur, í munni mjúkt með góðri og ferskri sýru.

80%

1789 krónur. Frábær kaup, hörkuvín á þessu verði. Fínt með skelfisk, rækju og humar.

  • 8
Deila.