1000 Stories Zinfandel 2016

1000 Stories er kalifornískt vínhús, í eigu Fetzer sem fyrir sitt leyti er í eigu Concha y Toro, sem sérhæfir sig rauðvínum sem hafa legið á eikartunnum er áður hafa verið notaðar undir Bourbon. Fyrir því er gömul hefð í Kaliforníu en þetta var engu að síður nýjung á markaðnum þegar að hugmyndin kom upp hjá víngerðarteyminu hjá Fetzer fyrir nokkrum árum, enda höfðu öll vínhús fyrir löngu hætt notkun á Boubon-tunnum. 1000 Stories vínin hafa slegið rækilega gegn vestanhafs á þeim um fimm árum sem liðin eru frá því að þau litu fyrst dagsins ljós og það sama má segja um hér á landi.

Zinfandel-þrúgan getur verið mjög kraftmikil og það á við hér, vínið er svarblátt á lit, sætur ilmur af sultu og berjasafa, bláberjum og sólberjum,  reyk og vanillu og karamellu. Þykkt og feitt í munni með djúpum, þroskuðum, tærum berjaávexti en líka góðum ferskleika.

 

80%

3.499 krónur. Frábær kaup. Með grillkjötinu.

  • 8
Deila.