El Coto Rosado 2016

Rósavín eru framleidd í Rioja rétt eins og flestum öðrum víngerðarhéruðum suðurhluta Evrópu og þetta rósavín vínhússin El Coto er gert úr Tempranillo og Garnacha-þrúgum ræktuðum á undirsvæðinu Rioja Alavesa.

Það er fallega bleikt á lit með ferskri, rauðri berjaangan, jarðarberjum, hindberjum og rifs. Létt og ferskt í munni. Hið prýðilegasta rósavín fyrir sumardagana.

Deila.