Muré Cuvée Prestige

Víngerðarmenn í Alsace framleiða sumir freyðivín með sambærilegum aðferðum og í Champagne og nefnast þau Crémant d’Alsace. Þetta kemur frá einu af betri vínhúsum héraðsins, Rene Muré og er blanda úr fimm þrúgum sem algengar eru á þessum slóðum, þar af fjórum úr Pinot-fjölskyldunni: Pinot Blanc, Pinot Gris, Pinot Auxerrois, Pinot Noir og Riesling ræktaðar á ekrum í kringum þorpið Rouffach.

Ljóst á lit með fáguðum og fínum bólum, í nefi þroskuð epli, rauð og gul, perur og sítrus, múskathneta. Þétt, með góðri freyðingu í munni, dýpt og þroski í bragði en jafnframt fínn ferskleiki. Dúndurfreyðivín.

100%

2.999 krónur. Frábær kaup. Dúndurgott freyðivín, frábær gæði miðað við verð og fær einkunn eftir því.

  • 10
Deila.