Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Gris Riesling Gewurztraminer 2015

Þrúgurnar Pinot Gris, Riesling og Gewurztraminer eiga það allar sameiginlegt að vera meginþrúgur Alsace-héraðsins í norðausturhluta Frakklands. Það vantar einungis eina af hinum „göfugu“ þrúgum Alsace (Cépages Noble) nefnilega Muscat í þessa nýsjálensku blöndu frá Saint Clair.

Vínið hefur bjartan, ljósgulan lit og nef þess er ferskt og aðlaðandi, sætur sítrusbörkur, mangó, hunang og steinolía,  feitt, ferskt og nokkuð þurrt í munni.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup. Vín með t.d. graflaxi.

  • 8
Deila.