Sela 2015

Sela er spansk vín en nafnið kann að hljóma kunnuglega í eyrum Íslendinga, sem er engin tilviljun. Það er nefnt eftir Selá í Vopnafirði þar sem að Mario Rotlant hefur oft verið við veiðar. Rotlant hefur sterkari Íslandstengingu en flestir í vínheiminum, fjölskylda hans hefur lengi verið með umsvifamestu innflytjendums saltfisks á Spáni og hann hefur síðustu ár verið eigandi Coca Cola á Íslandi. Sela er yngsta vínið frá vínhúsi hans Roda í Rioja en líkt og önnur vín þaðan er þetta ofurvín í sínum flokki. Liturinn er dökkur og djúpur, vínið er massívt, með þroskuðum dökkrauðum berjum, kirsuber og skógarber, ferskar suðrænar kryddjurtir, rósmarín og dill, vanilla úr eikinni og örltíð af kakó í nefi, þurrt, míneralískt mjög kröftugt, þétt sýra og mikil tannín. Ekkert venjulegt Rioja. Umhellið.

100%

3.490 krónur. Frábær kaup. Með stóru nautasteikunum og hreindýri.

  • 10
Deila.