Louis M. Martini Napa Valley Cabernet Sauvignon 2014

Góð Cabernet Sauvignon-vín frá Napa Valley í Kaliforníu eru í flokki þeirra bestu sem framleidd eru og hafa í gegnum tíðin oft velgt risunum frá Bordeaux undir uggum. Þau eru hins vegar oft afskaplega dýr og því ánægjulegt að geta fundið hágæða Napa-vín á viðráðanlegu verði eins og þetta frá Louis M. Martini. Það hefur líka ítrekað verið nefnt sem eitt af bestu kaupunum í Napa-vínum hjá ritum á borð við Wine Advocate.

Dökkrauður litur, djúpur með fjólubláum tónum, heit, allt að því bökuð berjaangan, sólber og bláber, þykk og sæt eik með vanillu, kaffi og vindlakassa. Kröftugt, tannískt og mikið vín. Umhellið.

100%

3.999 krónur. Frábær kaup fyrir vín í þessum flokki, fær fimmtu stjörnuna fyrir einstakt hlutfall verðs og gæða. Vín fyrir nautalund wellington og villibráð.

  • 10
Deila.