Umani Ronchi Montipagano 2016

Montipagano er eitt af nokkrum ágætum vínum frá Umani Ronchi sem hafa verið að detta inn í vínbúðirnar síðustu mánuðina. Þetta er vín úr Montepulcino þrúgunni gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum frá Abruzzo. Liturinn er dökkrauður og í nefi eru rauð ber og ávöxtur rikjandi, mild krydd, ávöxturinn ferskur, léttur og mjúkur, ágætis sýra.

70%

1.990 krónur. Mjög góð kaup. Með léttum ítölskum pastréttum.

  • 7
Deila.