Chapoutier Crozes-Hermitage Les Meysonnieres 2016

Á meðan Guigal ræður ríkjur í norðurhluta Rhone er Chapoutier með svipaða stöðu í suðurhlutanum og allra þekktastur er hann fyrir ótrúleg Hermitage-vín. Á sléttunni fyrir neðan Hermitage-hæðina er appelation-svæðið Crozes-Hermitage og er Les Meysonnieres úr þrúgum á afmörku svæði innan þess þar sem ræktunin er lífræn.

Þetta er hreint Syrah-vín, dimmrautt út í fjólublátt á lit,  í nefi rauður ávöxtur og sætur lakkrís, töluvert kryddað, jörð og reykur, fínlegt og mjúkt, þurrt og langt í lokin.

90%

3.450 krónur. Virkilega vandað Rhone-vín, með lambalæri og kryddjurtum.

  • 9
Deila.