Eftirréttir fyrir gamlárskvöld

Við erum oft reiðbúnari í að prófa eitthvað nýtt á gamlárskvöld  en á aðfangadagskvöld þar sem hefðirnar eru yfirleitt alls ríkjandi. Hér eru nokkrar tillögur að góðum eftirréttum.

Peruterta

Þessi sígildaperu terta myndi sóma sér vel á borðinu á gamlárskvöld. Hún vekur örugglega upp minningar hjá mörgum og það er örugglega einhver sem hefur alist upp við hana eða fengið hana hjá ömmu. Þannig er það að minnsta kosti hér.

Toblerone ís (eða Daim)

Tobleroneísinn hefur verið lengi á borðum hjá mörgum  íslendingum. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég byrjaði að hafa hann á mínum borðum en allavega frá því að börnin mín voru lítil en eru orðnar fullorðnar manneskjur núna. Þessum rétti má ég alls ekki sleppa ef ég ætla að breyta einhverju. Þetta er líka einn af vinsælustu eftirréttunum á Vinótekinu. Ég hef reyndar fengið leyfi hjá börnunum mínum að breyta ísnum aðeins stundum og nota Daim-súkkulaði í staðinn fyrir Toblerone.

Ananasfrómas

Það á við þennan eftirrétt eins og Toblerone-ísinn, hann hefur verið á mörgum borðum um jólin. Föður mínum finnst þessi réttur ómissandi enda er þetta réttur sem Íslendingar hafa borðað yfir hátíðarnar um nokkurra kynslóða skeið.  Ég er oftar en ekki spurð að því hvort ég ætli ekki að hafa „frúmasinn“ þegar gömlu hjónin mæta.

Súkkulaði Pavlova

Þennan rétt geri ég oft og iðulega þegar ég held veislur. Hann slær alltaf í gegn ekki síst með hindberjsósunni.

 

Vanillu Panna Cotta

Þegar ég prófaði þennan rétt í fyrsta skipti höfðu börnin mín enga trú á honum. Hvað er þetta eiginlega? Þær elska þennan rétt hins vegar í dag. Ekki spillir að hafa límónujarðarber með.

Súkkulaðimús

Þessi súkkulaðimús eða mousse au chocolat eins of Frakkar kalla hana er bara yndisleg. Hún bráðnar í munninum

Creme Brulee

Þessi franski réttur er alltaf sígildur og góður og svíkur engann. Þeir sem hafa ekki smakkað Creme Brulee hafa misst af miklu. Kannski tími til kominn að bæta úr því?

Marengs með sítrónusósu

Þessi samsetning marengs með sítrónukremi er afbrigði af hinum klassíska marengs sem óhætt er að mæla með.

Marssósa

Marssósan er fyrir þá sem ekki fá nóg af Mras og með ísnum er hún rosalega góð

Fudge kladdkaka

Eftir að ég byrjaði að baka súkkulaðiköku fyrir krakkana vilja þau enga aðra.  Hún er alveg guðdómleg.

Maríukaka

Þessi kaka er skírð í höfuðið á mér, held ég að minnsta kosti. Þetta er skemmtileg samsetning. Súkkulaði og pecanhnetur fara alltaf vel saman.

Deila.