Amalaya Blanco de Corte 2018

Cafayete-dalurinn í Salta-héraði í norðurhluta Argentínu er hæsta víngerðarsvæði veraldar og á þessu skrjáfþurra og hrjóstruga svæði eru gerð merkilega góð vín. Amalaya er eitt af helstu vínhúsunum í Salta og er þetta hvítvín blanda úr tveimur þrúgum sem að njóta sín vel í Salta, Torrontes (85%)  og Riesling. Vínið er fölt á lit, krydduð blómaangan, jasmín og sætar kantalópumelónur og límóna. Það er þurrt og ferskt, langt og míneralískt í lokin.

90%

1.999 krónur. Frábær kaup. Magnað vín fyrir peninginn og hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða. Með asískum mat, hvort sem er taílenskum, indverskum eða sushi.

  • 9
Deila.