Gris Blanc 2019

Rósavínið Gris Blanc úr smiðju Gerards Bertrands er gert úr Grenache Gris-þrúgum sem ræktaðar eru í Languedoc i suðurhluta Frakklands, fyrst og fremst eru notaðar þrúgur frá Tautavel-svæðinu sem við fjölluðum á sínum tíma um hér. Liturinn er fölbleikur og angan vínsins er afskaplega fyrst, rauðir ávextir, títuber, rifsber, sýran í munni fersk og hressileg, áferð í munni smá perlandi á tungu. Þetta er einstaklega þokkafullt rósavín og fullkomið fyrir heit sumarsíðdegi.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup. Yndislegt sumarvín.

  • 8
Deila.