Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett 2019

Ekran Wehlener Sonnenuhr gnæfir yfir þorpið Wehlen við Mósel, snarbrött og há. Nafn hennar má rekja til þess að á nítjándu öld var sólarúr málað á steinana í hlíðinni sem sjá mátti frá þorpinu. Wehlener Sonnenuhr er með betri Riesling-ekrum Þýskalands og þar með heimsins og fáir hafa betri tök á þessari þrúgu við Mósel en Ernst Loosen. Þetta vín er algjört sælgæti, ennþá afskaplega ungt, rétt að byrja ferðalagið sitt, það er bjart, fersk sítróna, pipar, vottur af joði, sprækt í munni, sætur en líka sýruríkur ávöxtur í munni.

90%

2.850 krónur. Frábær kaup. Frábær fordrykkur eða með réttum þar sem finna má bæði sýru og smá sætu, t.d. asíska rétti.

  • 9
Deila.