Valiano Chianti Classico 2016

Vínið Valiano kemur frá Castelnuovo Berardenga syðst í Chianti Classico-svæðinu. Fattoria Valiano er stórt og mikið vínhús og eru ekrur þess um 70 hektarar. Það hefur verið í eigu fyrirtækisins Piccini frá 1995 en hafði áður meðal annars verið í eigu fyrrum forseta Ítalíu, Giovanni Cronchi.

Þetta er hinn fínastiChianti Classico, alþjóðlegur allt að því nýjaheimslegur í stílnum. Liturinn sýnir byrjandi þroska, dimmmórauður en vínið er sprækt, kröftugur kirsuberjaávöxtur og súkkulaði, eikin er framarlega og það er nokkuð kryddað á bak við kirsuberjakonfektið. Þykkt og mjúkt.

80%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.