Montespada Cannonau 2019

Vín frá Sardiníu hafa einstaka sinnum ratað hingað til lands á síðustu áratugum en það hefur ekki verið hægt að ganga að þeim vísum. Því miður. Þetta rauðvín frá Montespada er úr meginþrúgu eyjunnar sem kölluð er Cannonau, en er í raun sama þrúgan og við þekkjum sem Grenache í frönskum vínum og Garnacha í spænskum. Það er jafnvel talið að hún sé upprunin frá Sardiníu.

Vínið er fagurrautt, litur meðaldjúpur, rauð kirsuber og þroskaður rifs, kryddað, blóðberg, mild og þægileg sýra, aðgengilegt og sjarmerandi vín.

71%

3.144 krónur. Mjög góð kaup. Með pastaréttum og ragú-sósu.

  • 7
Deila.