Koncho Mukuzani 2019

Koncho Mukuzani er eitt af þeim ágætu og spennandi vína frá Georgíu sem nú eru fáanleg í vínbúðunum. Það eiga fá ríki sér eins langa sögu vínræktar og Georgía þó að það sé ekki fyrr en á allra síðustu árum sem að þau eru aftur farin að vekja (verðskuldaða) athygli alþjóðlega. Þrúgan í þessu víni er Saperavi sem er ein útbreiddasta rauðvínsþrúga Georgíu, dökk og sýrumikil. Hún er ein af örfáum vínþrúgum heimsins sem flokkast sem „teinturier“ þar sem ekki einungis berjahýðið heldur einnig ávaxtakjötið er dökklitað. Annað dæmi um slíka þrúgu er Alicante Bouschet sem ræktuð er víða á Spáni og Portúgal. Héraðið sem vínið kemur frá er Kakheti í austurhluta Georgíu en Mukuzani er ákveðinn flokkur vína sem þar eru framleidd úr Saperavi.

Liturinn er dimmrauður og djúpur, dökkur, svartur ávöxtur í nefinu, krækiber, trönuber, plómur, möndlukaramella, reykur, töluvert eikað. Í munni hefur vínið þykka, þurra og feita áferð, dökkur,

80%

3.144 krónur. Frábær kaup. Vel gert og spennandi vín.

  • 8
Deila.