Vina Real Reserva 2016

Vina Real er eitt af vínhúsum CVUNE í Rioja, upphaflega stofnað fyrir einni öld. Það hefur löngum verið framarlega í hópi hinna sígildu Rioja-hús og vínin eru nú gerð í nútímalegri víngerð í Laguardia og setur byggingin, teiknuð af Frakkanum Philippe Maziéres sterkan svip á umhverfið. Hún minnir um margt á eikartunnu í útliti en Vina Real var einmitt með fyrstu vínhúsum Rioja að láta vín sín liggja á eikartunnum í langan tíma fyrir átöppun.

Eitt af megineinkennum Vina Real er að þrúgurnar koma frá svæðinu Rioja Alavesa, aðallega Tempranillo en tíundi hluti vínsins er blanda úr Garnacha, Mazuelo og Graciano. Dökkur, djúpur litur, ávöxturinn út í svört ber, ferskur, þykkur, ferskar kryddjurtir, eikin er framarlega, vanilla og reykur, negull og múskat. Það er ferskt í munni, tannín kröftugt og svolítið stíft framan af, mineralískur endir. Gefið góðan tíma til að opna sig.

90%

3.599 krónur. Frábær kaup. Með hreindýri eða villigæs. Með nautasteik.

  • 9
Deila.