Kokteilar fyrir áramótin

Það eru eflaust margir sem ætla að halda áramótapartý og þá getur verið sniðugt að bjóða upp á glæsilega kokteila.

Kampavíns Mojito gæti auðvitað verið málið á gamlárskvöld en fyrir þá sem vilja frekar fara hefðbundnari leiðir er auðvitað líka hægt að skella í klassískan Mojito. Annar freyðivínskokteill sem hefur verið mjög vinsæll er hinn ítalski Aperol Spritz, ferskur og sumarlegur og vekur upp tilhlökkun um sumar komandi árs.

Fyrir þá sem vilja þessa klassísku má benda á Cosmopolitan eða stílfærða Cosmo-útgáfu þeirra á Barber Bar.   Og svo auðvitað Sex on the Beach.

Rjómakokteilar eru vinsælir ekki síst eftir matinn og einn af þeim klassísku heitir Grasshopper. Barþjónarnir á Borginni þróuðu á sínum tíma nýja útgáfu af honum þeir þeir nefna Hipster Hopper.

Fyrir þá sem vilja smá kaffi líka eftir matinn er Tequila-kokteillinn Mexican Espresso líklega málið en hann var settur saman fyrir okkur á sínum tíma á Loftinu eða þá vodka-kokteilinn Espresso Martini.

Abba-kokteilarnir sem við fengum á Kolabrautinni eru alltaf vinsælir, t.d. Mamma Mia og fyrir þá sem enn eiga eftir eitthvað af jólaákavíitinu er tilvalið að skella í kokteilinn Danish Almond.

Og svo er auðvitað hægt að leita í kokteilasafninu allt eftir því hvort að þið ætlið að nota vodka, gin eða t.d. romm.

Deila.