Jameson á heilögum Patrek

Það má segja að það sé orðinn fastur liður að í kringum Dag heilags Patreks verði fjöldi veitingahúsa með írskt þema þar sem Jameson viský þeirra Íra er notað í margvíslega drykki og kokteila.  

Patrekur er dýrlingur Íra og þar í landi  og á öðrum stöðum þar sem fólk af írskum uppruna er áberandi, s.s. í Boston og Chicago er þetta mikill hátíðisdagur.

Að þessu sinni eru rúmlega 40 veitingastaðir sem gera sér dagarmun með þessum hætti og bjóða upp á koteila, long drinks, heita drykki og fleira.

Á meðfylgjandi götukorti má sjá staðina sem taka þátt og skipuleggja helgarröltið út frá því.

Deila.