Vila Real Douro Reserva 2020

Adega Vila Real er vínsamlag bænda í Douro-dalnum í Portúgal, stofnað árið 1955. Á annað þúsund bændur eiga aðild að samlaginu sem hefur skipað sér í hóp betri vínsamlaga landsins. Douro-dalurinn er auðvitað þekktastur fyrir portvínin sem þar eru framleidd en á síðustu árum hefur framleiðsla á hefðbundnum rauðum og hvítum vínum úr sömu þrúgum og notaðar eru í portvínin verið að sækja hratt í sig veðrið. Það eru þrjár þrúgur sem mynda blönduna í víninu, Tinta Roriz, Touriga Franca og Touriga Nacional. Liturinn er dimmrauður, út í blátt og nefið einkennist af heitum og krydduðum ávexti. Plómur, sólber, mild eik og krydd, lakkrís. Þykkt, fersk sýra með allþéttum tannínum.

80%

2.947 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.