Pizza með nautahakki og þremur ostum

Það er oft lykillinn að góðri pizzu að blanda saman nokkrum ostategundum. Hér er það mozzarella, gráðaostur og rjómaostur sem er meginstoð pizzunnar ásamt nautahakki.

Hráefni

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 400 g nautahakk
  • tómatapassata
  • 1 laukur
  • 1 dolla rifinn gráðaostur
  • rjómaostur
  • 1 poki rifinn mozzarella
  • óreganókrydd

Aðferð

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið hakkið. Saltið og piprið. Geymið.
  2.  Hnoðið deigið vel og fletjið út.
  3. Smyrjið þunnu lagi af tómatasósu (passata) á botninn. Kryddið með óreganókryddi.
  4. Dreifið nautahakkinu yfir botninn.
  5. Skerið lítinn lauk í sneiðar og dreifið yfir botninn.
  6. Dreifið mozzarellaostinum yfir pizzuna.
  7. Dreifið gráðaostinum yfir pizzuna
  8. Dreifið nokkrum sneiðum af rjómaosti um pizzuna. Hver um sig má samsvara um matskeið af osti.
  9. Bakið neðarlega í ofni á hæsta mögulega hita, helst á pizzasteini. Eða bakið á pizzasteini á grilli.

 

 

Deila.