
Fransk-austurlenskur lax með engifer-vorlauk
Það væri líklega hægt að kalla þessa uppskrift fusion enda er hér blandað saman bæði…
Það væri líklega hægt að kalla þessa uppskrift fusion enda er hér blandað saman bæði…
Grasker eru náskyld kúrbít og „Butternut Squash“ er algengt á þessum árstíma í grænmetisborðum stórmarkaða.…
Þetta er bragðmikill indverskur kjúklingaréttur. Líkt og algengt er í indverska eldhúsinu er það margslungin kryddblanda sem myndar uppistöðuna og blandast hér saman við sósu úr tómötum og kókosmjólk.
Þetta er tilvalið meðlæti með bæði lambi og nauti og uppskriftina er hægt að teygja og toga í allar áttir. Það er hægt að útbúa nettan skammt í litlu fati en það er líka hægt að fylla heila ofnskúffu af rótargrænmeti og baka.
Það vantar ekki kryddin í þessa uppskrift en útkoman verður engu að síður merkilega mild þó vissulega sé smá „hiti“ í þessu indverska kókos-curry.
Þessi uppskrift er tímafrek að því leytinu til að það er ekki fyrr en á þriðja degi sem öndin er elduð. Biðin er hins vegar þess virði og hvert skref uppskriftarinnar er einfalt í framkvæmd.
Þessi kjúklingaréttur er bragðsprengja undir miklum taílenskum áhrifum.
Það er suður-indverskur fílingur í þessum rétti og skiptir miklu að nota ferska kókoshnetu þó að það sé óneitanlega svolítið maus að vinna hana.
Það er yfirleitt hægt að ganga að tveimur réttum vísum á kínverskum veitingahúsum í Bandaríkjunum. Annars vegar „Bourbon Chicken“ og hins vegar „General Tsaos Chicken“. Þessi uppskrift er afbrigði af þessum tveimur réttum með sætri og bragðmikilli sósu.
Vindaloo er að finna á matseðli flestra indverskra veitingahúsa en rétturinn kemur upprunalega frá Goa á vesturströnd Indlands. Þar er töluvert um portúgölsk áhrif og er talið að nafnið megi rekja til Carne de vinha d’alhos en uppistaðan í þeim rétti er svínakjöt, hvítlaukur og vínedik. Bætið við fullt af indverskum kryddum og útkoman er Vindaloo.