Kryddlögurinn er lykilatriðið í þessari uppskrift og það er smá austurlenskur blær yfir honum auk þess sem sérríið gefur mikinn karakter. Best er að nota þunnar sneiðar af grísakjöti, t.d. grísahnakka.
Kálfakjöt er því miður allt of lítið notað af okkur Íslendingum. Það sama verður hins vegar ekki sagt um þjóðir á borð við Frakka, Þjóðverja, Austurríkismenn og Ítali sem vita fátt betra en kálfakjöt.