Það er svolítið grískur fílingur í þessum kjötbollum með myntunni og kanilnum. Risottóið hins vegar ítalskt og pestóið með kóríander og engifer kalifornískt.
Bresk matargerð er ekki sú þekktasta í heimi og fáar breskar uppskriftir njóta alþjóðlegrar hylli. Einhver breskasta uppskrift sem fyrirfinnst er myntusósan sem að mati Breta er ómissandi með lambakjöti á hátíðisdögum.