
Austurlenskt og franskt í London
London er ein af fáum borgum heims sem raunverulega stendur undir því að vera „heimsborg“. Ekki nóg með að enn eymi eftir af áhrifum breska heimsveldisins heldur er borgin ein helsta fjármálamiðstöð veraldar og þar að auki einhver vinsælasta ferðamannaborg heims.