Leitarorð: Veitingahúsadómar

Veitingahúsadómar

Það eru nokkrir veitingastaðir orðnir að eins konar fasta í íslensku veitingahúsalífi.  Steikhúsið Argentína við Barónsstíg er óneitanlega í þeim flokki. Argentína er einhvern veginn alltaf söm við sig og alltaf jafnvinsæl meðal gesta.

Veitingahúsadómar

Kínamatur var lengi hugtak á Íslandi er náði yfir flestalla matargerð sem tengdist Asíu með einhverjum hætti, ekki síst ef um var að ræða mat sem hugsanlega mætti borða með prjónum, ég tala nú ekki um boðið var upp á súrsæta sósu.

Veitingahúsadómar

Það hefði mátt ætla að á fáum stöðunum í heiminum væru betri aðstæður til að reka góðan sushi-stað en á Íslandi, að minnsta kosti hvað hráefnið varðar. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að starfrækja slíka staði eða jafnvel fjöldaframleiðslu á sushi með misgóðum árangri

Veitingahúsadómar

Það er eitthvað við La Primavera, sem gerir að verkum að maður leggur leið sína þangað aftur og aftur. Þetta er eitt af örfáum íslenskum veitingahúsum sem alltaf standa undir væntingum og yfirleitt meira en það. Það er ekki boðið upp á neinar flugeldasýningar eða gælt of mikið við tískustrauma í matargerð.

Veitingahúsadómar

Madonna við Rauðarárstíg er einn af þessum litlu reykvísku veitingastöðum sem lítið fyrir fer, lítið er rætt um en heldur áfram starfsemi sinni ár eftir ár. Á heimasíðu Madonnu kemur fram að hann hefur verið rekinn af sömu fjölskyldu frá árinu 1987. Andrúmsloftið er líka heimilislegt

Veitingahúsadómar

Ein af perlunum í flokki taílenskra veitingastaða hefur lengi verið Ban Thai, lítill og hógvær veitingastaður á Laugavegi 130, rétt ofan við Hlemm. Það voru hjónin Tómas og Dúna Boonchang sem hófu þennan rekstur og smám saman fjölgaði þeim sem hvísluðu sín á milli um litla taílenska staðinn á ofanverðum Laugavegi

Veitingahúsadómar

Ég hef nokkrum sinnum fjallað um Austur-Indíafjelagið við Hverfisgötu í gegnum árin. Enda rík ástæða til. Ekki einungis sú að Austur-Indíafjelagið hefur nánast frá opnun verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum heldur einnig vegna þess að staðurinn hefur verið í stöðugri þróun og endurnýjun.

 

 

Veitingahúsadómar

Það er líklega vart hægt að hugsa sér ólíkari staði en Hamborgarabúlluna og matstofuna Maður lifandi. Það eina sem þessir staðir eiga sameiginlegt er að þeir eru „skyndibitastaðir“ í þeirri merkingu að ekki þarf að bíða lengi eftir matnum.

Veitingahúsadómar

Franska hugtakið bistro er allajafna notað yfir veitingahús sem bjóða fram einfaldan og heimilislegan mat sem er fljótur að koma á borðið og kostar ekkert sérstaklega mikið. Dæmigert Parísar-bistro býður þannig upp á nautasteik með frönskum, salat með vinaigrettu, hana í víni og annað í þeim dúr.

 

 

Veitingahúsadómar

Sjávarkjallarinn er nútímastaður þar sem innblásturinn er greinilega sóttur til vinsælla staða í stórborgum í kringum okkur þar sem blandað er saman klúbbstemmningu og mat. Þótt ekki sé hátt til lofts í kjallaranum verður staðurinn aldrei þröngur og aðþrengdur.