Cantina Zaccagnini Montepulciano 2006

Cantina Zaccagnini Montepulciano d’Abruzzo 2006 er sveitalegt rauðvín frá Abruzzo-héraðinu á Ítalíu. Það er auðþekjanlegt af vínviðarstönglinum sem reyrður er fastur á flöskuna. Menn geta haft sínar skoðanir á slíkum markaðssetningar-aðferðum en óneitanlega verður flaskan meira áberandi.

Vínið sjálft er dökkt með lyngi, fíkjum og þurrkuðum berjum, bláberjum og krækiberjum í nefi, Það hefur tiltölulega mjúka áferð og mildan vanillykryddaðan eikarkeim.

Vínin frá Montepulciano d’Abruzzo eru sjaldan mikil en geta verið þægileg og góð með einföldum ítölskum mat. Þetta vín sómar sér vel með einföldum pastaréttum. Reynið t.d. með lasagna.

2.199 krónur.

 

 

Deila.