Montes Sauvignon Blanc 2008

Það geta verið fantagóð kaup í Sauvignon Blanc frá Chile því þessi franska þrúga virðist þrífast alveg einstaklega vel undir Andesfjöllum. Montes Sauvignon Blanc Reserve 2008 er vín sem eiginlega ekki er hægt annað en að líka afskaplega vel við. Það hefur ferskan, skarpan og ögn kryddaðan keim með límónu, límónuberki, sætum greipávexti og engifer í bland við kryddjurtir. Ferskt, balanserað og yfirvegað. Óeikað og að sjálfsögðu með skrúftappa. Með bestu kaupunum í dag og nær fjórðu stjörnunni vegna gæða miðað við verð.

1.598 krónur.

 

 

Deila.