Indónesísk kókosgrjón með chili-krydduðum rækjum

Þessi réttur í anda Indónesíu er fljótlegur og tilvalin sem forréttur. Það sem þarf fyrir fjóra er:

  • 400-500 g rækjur, skelhreinsaðar
  • Fínt rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu
  • 1 dós Kókosmjólk
  • 1 dl vatn
  • ½ teskeið rifin Múskathneta eða Múskatkrydd
  • 5 negulnaglar, muldir
  • 1 tsk salt
  • 3 dl hrísgrjón, long grain eða jasmín
  • 3 msk ólífuolía eða sólblómaolía
  • Chiliflögur

Hellið kókósmjölkinni á pönnu ásamt sítrónuberkinum og kryddunum. Látið suðuna koma upp og bætið þá grjónunum saman við. Lækkið hitann og látið grjónin sjóða undir loki í mjólkinni í 10-15 mínútur. Hrærið þá kókósmjölkinni saman við grjónin ef þarf og bætið við örlitlu meira vatni ef þörf er á. Geymið grjónin undir loki þegar þau eru tilbúin.

Skolið rækjurnar og blandið saman við olíuna. Kryddið með chiliflögunum, salti og pipar. Það eru einnig til tilbúin krydd sem henta ágætlega t.d. “hot chili seasoning” frá Cape Herb þar sem allt þetta er að finna, chili, salt og pipar.

Steikið rækjurnar á pönnu í fjórar til fimm mínútur.  Berið fram með grjónunum.

Ungt og ferskt vín úr Nýja heiminum með til dæmis Wildcard Chardonnay.

Deila.