Margarita – Þessi klassíska

Það eru til fjölmargar útgáfur af Margarita og má nefna „Frozen Margarita“ og „Epla-Margarita“ sem dæmi. Þetta er hins vegar uppskriftin að hinni einu, sönnu, klassísku.

3 cl Tequila

2 cl Appelsínulíkjör, t.d. De Kuyper Triple Sec

1 cl ferskpressaður lime-safi

Þessu til viðbótar þarf gott, gróft salt, limesneiðar og klaka.

Bleytið röndina á glasinu með limesneið og stráið salti á hana. Setjið klaka í glasið.

Hellið Tequila, Triple Sec og lime-safa í kokkteilhristara ásamt klaka og hristið vel. hellið í glasið og skreytið með limesneið.

Deila.