Hugel Riesling 2008

Árið 2008 var frábært ár í Alsace og það sem meira var, þetta var umfram allt Riesling-ár. Sumarið var hlýtt en hitastigið náði aldrei hitabylgjumarkinu og því náðist hið fullkomna jafnvægi sem ræktendur hvítvíns á þessum slóðum eru ávallt að leita að, annars vegar þroskaðar og fínar þrúgur en að sama skapi þrúgur þar sem hin arómatíski fínleiki náði að varðveitast.

Hugel Riesling 2008 er ungt, ferskt og sprækt. Perubrjóstsykur, apríksósur og sítrónubörkur. Mikill sítrus í munni með dúndurgoðri sýru, vín sem grípur mann með titrandi krafti og ferskum ávexti.

Flott matarvín, til dæmis með léttsteiktum fiski sem sítróna er kreyst yfir.

2.497 krónur

 

Deila.