Þessi er hrikalega flottur og litríkur en það er vanillu- og sítruslíkjörinn Parfait Amour sem stjórnar bæði lit og bragði. Drykkurinn kemur upprunalega frá barþjónum Grand Hotel í Stokkhólmi.
3 cl. Bols Parfait Amour
3 cl. Absolut Vodka
2 cl. nýkreystur lime-safi
Sprite eða 7up
Fyllið hátt og mjótt glas af klaka. Hellið síðan vökvanum í einum á fætur öðrum. Fyrst vodka, þá Parfait Amour, þá lime-safinn og fyllið loks upp í topp með gosinu.
Skreytið með dökkum vínberjum.