Fortius Tempranillo 2006

Fortius Tempranillo 2006 gæti eflaust blekkt mann í blindsmökkun og þóst vera Rioja, enda ekki langt á milli víngerðarsvæðanna og hér er amerísk eik notuð líkt og hjá nágrönnunum í Rioja. Vínhúsið Fortius þar að auki í eigu Rioja-hússins Faustino.

Bökuð plóma og kaffi, smá spritt í nefinu. Ávöxturinn ágengur og enn tannískur. Cabernet Sauvignon er 15% af blöndunni og sú þrúga gægist í gegn, ekki síst í munni.

Eitt af vínunum sem hlaut Gyllta glasið í ár.

Reynið til dæmis með spænsku kjötbollunum.

1.599 krónur. Mjög góð kaup á því verði.

 

 

Deila.