Saint Clair Vicars Choice Riesling 2008

Við bætum enn einni þrúgunni í Vicar’s Choice línunni frá Saint-Clair í safnið og að þessu sinni er það Riesling. Hún líkt og aðrar norður-evrópskar þrúgur þrífst afskaplega vel í nýsjálensku loftslagi.

Vicar’s Choice Riesling 2008 á þó lítið sameiginlegt með Riesling-vínum frá Þýskalandi og Alsace. Hér er það ferskur sítrus sem ræður ferðinni lime og límóna. Sítrúsinn heldur áfram í munni, vínið létt og lipurt með hressilegri sýru.

Fínn fordrykkur eða með skelfiski.

1.891 króna. Góð kaup.

 

 

Deila.