Ætli Íslendingar hafi ekki kynnst Sangría um svipað leyti og grísaveislunum sem eitt sinn voru svo vinsælar, þ.e. þegar fyrstu sólarlandaferðirnar til Mallorca og Costa del Sol stóðu almenningi til boða. Nafnið Sangría kemur af spænska orðinu fyrir blóð og vísar auðvitað til rauða litsins. Það eru til ótal útgáfur af Sangría, sem enn nýtur töluverðra vinsælda meðal Íslendinga, og við mátum það svo að best væri að leita til Bento á Tapasbarnum til að fá eina góða uppskrift. Þessi gerir um einn líter af Sangría: 4 dl Solaz Tempranillo rauðvín 6 cl Koskenkorva vodka 3 cl Peachtree 3 cl De Kuyper Apricot Brandy 3 cl De Kuyper Wild Strawberry 3 cl De Kuyper Triple Sec 2 dl appelsinusafi 2 dl Sprite smá Grenadine Epli, appelsína, lime og sítróna, skorin í sneiðar. Setjið allt hráefni í stóra könnu ásamt klaka og einni kanilstöng.
Sangría
Deila.