Pfaffenheim Pinot Gris 2007

Vínsamlagið í Pfaffenheim í Alsace í Frakklandi eða Cave Vinicole de Pfaffenheim et Gueberschwihr er enn eitt dæmið um að vínsamlög bænda geta verið í fremstu röð. Það var sett á laggirnar af hópi bænda árið 1957 sem vildu sameina krafta sína. Þeir telja nú 250 vínbændurnir sem standa að samlaginu.

Pfaffenheim Pinot Gris 2007 hefur angan af þurrkuðum ávöxtum, blómum og reyk, samþjappað í munni, þurrt og nokkuð kryddað með löngu bragði.

Matarvín sem mætti alveg para með t.d. reyktum lax eða reyktri gæs en einnig bragðmiklum fiskiréttum með þykkum sósum.

2.365 krónur. Góð kaup.

 

Deila.