Willm Pinot Gris 2007

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi.

Willm Pinot Gris 2007 er bjart með sætum perum og kantalópumelónum í nefi ásamt hunangi. Þykkt og feitt í munni með þægilegum sætum ávexti. Afskaplega vel balanserað og einfaldlega ljúffengt.

Fjölhæft matarvín, með feitum fiski á borð við lax og silung en einnig austurlenskri matargerð, t.d. indverskri.

2.500 krónur. Góð kaup.

 

Deila.